feb. 02, 2003

Rasismi undir feld

Barnaskapurinn er byrjaður. Skyrslettur Vöku og Röskvu eru hafnar. Eftir málfund Vöku sem bar yfirskriftina „Raunsæi eða rasismi? Eru Íslendingar fordómafullir í garð innflytjenda?“ þá var skrifuð grein á Röskvuvefnum sem ýjaði að því að með því að gefa formanni íslenskra þjóðernissinna tækifæri á að rökræða um málstað sinn hefði Vaka verið að viðurkenna málstaðinn eða að afbaka tjáningarfrelsið. Ekki er hægt að lesa þessa grein því hún var tekin út af Röskvuvefnum stuttu eftir að hún var birt. Afbökun á tjáningarfrelsi og ritskoðun? Dæmið fyrir ykkur sjálf. Ég vil hrósa Vöku fyrir að hafa staðist freistinguna á skítkasti enn sem komið er en ekki er það sama uppi á teningnum hjá Röskvu. Reyndar kemur fram á Deiglunni skrif um málið þar sem ákvörðun Röskvu manna um að taka greinina af vefnum er fagnað en eins og flestir vita er Deiglan höll undir málstað Vöku. Þessu er ég ósammála og tel ég að þetta sé bara hrein og klár sögufölsun. Hægt er að spyrja sig hvort að í greininni hafi komið fram hin sanna afstaða Röskvu í þessu máli og væri gaman að heyra frá þeim þeirra sjónarmið og ástæður þess að greinin skuli hafa verið tekin niður.
Rétta afstaðan frá mínum sjónarhóli hefði verið að styðja framtak Vökumanna og leyfa þessum manni að brenna sig í rökræðu við fólk af hærri caliber en hann sjálfur. Þessi þjóðernishreinsunarstefna þeirra dæmir sig sjálf og er fullfær um að eyða sjálfri sér hjálparlaust.

Háttvirtur Bragi reit 07.02.03 15:39
Háttvirtir rituðu:

stephen cooper
penny stocks
stock market investing news search
http://www.investmystock.com
http://www.investmystock.com

Athugasemd eftir stock news reit 19.03.05 09:00
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003