febrúar 27, 2003

Útúrsnúningur og vitleysa.

Magnað þegar menn gagnrýna af fáfræði og vitleysu. Nýlega var birt grein á Deiglunni sem innihélt einhverskonar gagnrýni á kosningakerfið sem við Hlistafólk bjuggum til fyrir háskólann. Grundvallarmisskilningur var þarna á ferð og vil ég hér með leiðrétta hann eins fljótt og auðið er. Hugmyndin að þessu kerfi er ekki að búa til eitthvað winner takes it all kerfi heldur til að auka lýðræði og fjölbreytileika Stúdentaráðs. Þegar Pawel segir að númerum í sæti skapi það að undir lokin í fylkingakosningum sem myndu annars fara 1500-1400 myndi annað framboðið fá alla mennina inn en hitt sem tapar engan. Þetta er grundvallarmisskilningur á kerfinu. Númeraröðin er gildishlaðin. Það þýðir að ef maður er settur í fyrsta sæti er í raun verið að verðlauna honum með fimmtán stigum, og svo koll af kolli þar til kemur niður í fimmtánda sætið með eitt stig. Einfalt ekki satt? Ég þoli ekki þegar fólk snýr út úr og lóðsar sér í hag.

Bragi reit 04:55 EH | Comments (0)

febrúar 24, 2003

Elsku Svansson Minn


Svansson er búinn að vera að fara mikinn um Hlistann að undanförnu. Ekki tel ég hann hafa mikið álit á listanum og má hann svo sem hafa sínar skoðanir fyrir sig. Hins vegar að saka mann um að vera búinn að brjóta kosningaloforð áður en kosningarnar hafa verið haldnar er nú soldið gróft. Sérstaklega þegar um rangfærslur er fyrir að fara. Hann minnist á það að við værum á móti stofugangi og ætluðum ekki að stunda slíka vitleysu. Ég segi eins og kóngurinn "hvenær hef ég sagt það? ha hvenær hef ég sagt það?" Þó að við viljum koma umræðunni á annan stað og erum í grunninn á móti þessari truflun á kennslunni þá hefur aldrei neitt komið frá okkur um að við ætluðum ekki að ráðast inn á nemendur með þessum hætti. Hvað símhringingarnar varða ert þú, Hr. Svansson, að ljúga! ¨Skammastu þín, "þú ert bara dóni" Annað gullkorn frá kónginum og besta vini hans. Síðan fer svansson út í það að útleggja hversu mikla vanþekkingu Hlistinn hefur á stúdentapólitíkinni. Þetta finnst mér ekki vera maklegt og vona ég að hann hugsi sig tvisvar um áður en hann fer að messa við vestur Kópavog. En svona í alvöru, getum við ekki spjallað um þetta eins og menn án þess að vera með óstaðfestar sögusagnir og upprópanir. Gerðu það :)

Bragi reit 08:25 EH | Comments (0)

febrúar 20, 2003

Hvernig væri nú að búa

Hvernig væri nú að búa til alvöru tímasköpunarvél? Hver á svoleiðis? Mig vantar svona tvær vikur. Einhver? Nei, ekki það nei. Jæja þá, eina viku?

Bragi reit 04:55 EH | Comments (9)

febrúar 13, 2003

Hringadróttinsdagbækur


Jæja þið sem hafið gaman af Hringadróttinsögu verðið að kynnast hetjunum ykkar betur. Veit ekki betur en þeir séu flestir búnir að koma sér upp dagbókum á netinu. Gjörið svo vel að skoða. Þetta er ekki beiðni þetta er skipun.

Bragi reit 07:31 EH | Comments (0)

febrúar 10, 2003

Hugleiðing

Heyrst hefur að pólitísk rétthugsun sé að fara með uppstillinganefndir í háskólanum. Á öllum listum eru konur í efstu sætum. Eitthvert muldur hef ég heyrt í hornum háskólans eftir helgina og ekki minnkaði það við könnun Fréttablaðsins í dag þar sem kom fram að Samfylkingin með konu í fararbroddi muni nánast ná hreinum meirihluta á þingi í vor. Er þetta að fara út í öfgar? Erum við að upplifa skautakenninguna þar sem brottnám öfga í eina áttina leiði til tímabundinnar teygni í hina áttina. Eins og þegar beygja þarf á skautum. Skarpar beygjur eru erfiðar og oft ekki mögulegar. Þurfum við samt að gefa konum of mikinn slaka? Leiðir það ekki bara til þess að óhæfar konur komast til valda og áhrifa án þess að hafa til þess hæfni og getu? Eru karlar kannski óhæfir um að dæma um getu og hæfni kvenna? Kannski er kerfið hannað þannig að það henti körlum betur og því erfiðara fyrir konur að koma sér til áhrifa í því vegna mótstöðu í kerfinu. Ég hef oft velt þessari spurningu fyrir mér og ég verð að játa að stundum finnst mér það pirrandi að sjá menn sem eru hæfari til verka þurfa að víkja fyrir konum sem ekki eru vel til verkanna fallnar. Þetta gerist sem betur fer ekki oft og er oftar en ekki dæmi þar sem maðurinn steig niður af sjálfsdáðum til að víkja úr vegi fyrir konunni til að bæta ímynd einhvers, hvort sem það var fyrirtæki eða annað. Hins vegar er ég svo gífurlega fylgjandi hugmyndinni um jöfn tækifæri og valdakenningunni, að þessar tvær hugsanir mynda togstreitu sem ég á erfitt með að leysa úr. Hvernig eigum við að temma okkur af? Er jafnrétti mögulegt án þess að brjóta á rétti þeirra sem höfðu forréttindi fyrir? Er hægt að hugsa slíkt sem brot á réttindum frekar en leiðréttingu á misrétti? Eru þessar skilgreiningar kannski einungis hártoganir sem leiða okkur frá kjarnanum?
Mér finnst gott að sjá allar þessar sterku og öflugu ungu konur standa í fylkingarbrjósti lista sinna. Kvennahandbolti er samt leiðinlegur!

Bragi reit 11:26 EH | Comments (30)

febrúar 07, 2003

Rasismi undir feld

Barnaskapurinn er byrjaður. Skyrslettur Vöku og Röskvu eru hafnar. Eftir málfund Vöku sem bar yfirskriftina „Raunsæi eða rasismi? Eru Íslendingar fordómafullir í garð innflytjenda?“ þá var skrifuð grein á Röskvuvefnum sem ýjaði að því að með því að gefa formanni íslenskra þjóðernissinna tækifæri á að rökræða um málstað sinn hefði Vaka verið að viðurkenna málstaðinn eða að afbaka tjáningarfrelsið. Ekki er hægt að lesa þessa grein því hún var tekin út af Röskvuvefnum stuttu eftir að hún var birt. Afbökun á tjáningarfrelsi og ritskoðun? Dæmið fyrir ykkur sjálf. Ég vil hrósa Vöku fyrir að hafa staðist freistinguna á skítkasti enn sem komið er en ekki er það sama uppi á teningnum hjá Röskvu. Reyndar kemur fram á Deiglunni skrif um málið þar sem ákvörðun Röskvu manna um að taka greinina af vefnum er fagnað en eins og flestir vita er Deiglan höll undir málstað Vöku. Þessu er ég ósammála og tel ég að þetta sé bara hrein og klár sögufölsun. Hægt er að spyrja sig hvort að í greininni hafi komið fram hin sanna afstaða Röskvu í þessu máli og væri gaman að heyra frá þeim þeirra sjónarmið og ástæður þess að greinin skuli hafa verið tekin niður.
Rétta afstaðan frá mínum sjónarhóli hefði verið að styðja framtak Vökumanna og leyfa þessum manni að brenna sig í rökræðu við fólk af hærri caliber en hann sjálfur. Þessi þjóðernishreinsunarstefna þeirra dæmir sig sjálf og er fullfær um að eyða sjálfri sér hjálparlaust.

Bragi reit 03:39 EH | Comments (1)

febrúar 04, 2003

Stimpilgjöld

Mér finnst alveg magnað hvernig Vaka er að reyna að mála Háskólalistann út í horn sem eitthvað Vg afl sem klýfur sig út úr Röskvu. Ekki man ég eftir að hafa nokkurn tíma tekið þátt í neinu starfi Röskvu og í raun hefur það aldrei komið til greina hjá mér þar sem álit mitt er að hugmyndafræði þessara tveggja hópa er þurrausin. Hvað Vg stimpilinn varðar svarar hann sér sjálfur með fjölda Framsóknar- Samfylkingar og Sjálfstæðismanna sem starfa innan Háskólalistans þó ungur sé.
Kannski væri réttara að segja að aðferðafræði hreyfinganna tveggja sé sér í lagi úr sér gengin. Það að berjast á vinstri hægri ásnum fyrir hagsmunamálum stúdenta finnst mér rétt að ákveðnu leyti. En þegar sú barátta kemur niður á stúdentum í sundurleitri stjórn sem varla talast við hundsar stefnumál og tillögur minnihlutans af þeirri einu ástæðu að meirihlutinn er við stjórnvölinn, þá þarf að stokka spilin og gefa upp á nýtt.
Hvað fundinn í gær varðar er ég hæstánægður með hann. Stefnumálin voru vel útskýrð og sé ég að nefndarvinnan hefur farið skynsamlega fram og vinna þeirra sem þær sátu mikil. Ekki að furða þar sem við þurfum að vinna upp tuga ára vinnu fjölda Vöku og Röskvu fólks. Sýnist að við höfum náð langt á tveimur vikum.
Skemmtilegt að sjá tillögur Deiglumanna um forystumann listans. Alltaf gaman að heyra svona dylgjur á Deiglunni. Annars var ég að heyra út undan mér að listakynningin okkar hefði farið fram á Kaffi Nauthól í gærkvöldi. Gaman væri að heyra frá einhverjum sem mætti hvort ég hefði verið nefndur á lista.

Bragi reit 05:13 EH | Comments (0)

febrúar 03, 2003

Jahérna

Er Bush að ná að afsanna gömlu klisjuna um að hægri menn væru hagsýnari en vinstri menn og vice versa? sjáið hér Bíddu við og svo held ég bara að þeir séu byrjaðir að mála rautt "V" á veggi í Washington.

Bragi reit 05:14 EH | Comments (0)

Fundur

Stórfundur verður haldinn í kvöld. Þið ykkar sem mikið hafið verið að fylgjast með þessu nýja framboði getið núna tekið þátt í að breyta pólitísku umhverfi háskólans með því að mæta á Kaffi Victor í kvöld klukkan 20:00. Þessi fundur ætti að gefa tóninn af því sem koma skal. Ég hvet menn eins og svansson til að svíkja lit og mæta og gerast stofnfélagi. Alltaf gaman að hafa stefnufasta og rökgóða menn innanborðs. Hann og fleiri hafa einmitt sýnt hópnum áhuga og reynt að klína einhverjum VG stimpli á þetta framboð. Ekkert er betra en að fá menn af hans kalíber þá einfaldlega inn í hópinn þar sem áherslan á einstaklinginn og frelsi hans er einmitt eitt af stóru málunum hjá háskólalistanum. Ekki þessi sovétkommúnismi sem stundaður er hjá Vöku.

Bragi reit 04:39 EH | Comments (0)