feb. 02, 2003

Fundur

Stórfundur verður haldinn í kvöld. Þið ykkar sem mikið hafið verið að fylgjast með þessu nýja framboði getið núna tekið þátt í að breyta pólitísku umhverfi háskólans með því að mæta á Kaffi Victor í kvöld klukkan 20:00. Þessi fundur ætti að gefa tóninn af því sem koma skal. Ég hvet menn eins og svansson til að svíkja lit og mæta og gerast stofnfélagi. Alltaf gaman að hafa stefnufasta og rökgóða menn innanborðs. Hann og fleiri hafa einmitt sýnt hópnum áhuga og reynt að klína einhverjum VG stimpli á þetta framboð. Ekkert er betra en að fá menn af hans kalíber þá einfaldlega inn í hópinn þar sem áherslan á einstaklinginn og frelsi hans er einmitt eitt af stóru málunum hjá háskólalistanum. Ekki þessi sovétkommúnismi sem stundaður er hjá Vöku.

Háttvirtur Bragi reit 03.02.03 16:39
Háttvirtir rituðu:
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003