feb. 02, 2003

Elsku Svansson Minn


Svansson er búinn að vera að fara mikinn um Hlistann að undanförnu. Ekki tel ég hann hafa mikið álit á listanum og má hann svo sem hafa sínar skoðanir fyrir sig. Hins vegar að saka mann um að vera búinn að brjóta kosningaloforð áður en kosningarnar hafa verið haldnar er nú soldið gróft. Sérstaklega þegar um rangfærslur er fyrir að fara. Hann minnist á það að við værum á móti stofugangi og ætluðum ekki að stunda slíka vitleysu. Ég segi eins og kóngurinn "hvenær hef ég sagt það? ha hvenær hef ég sagt það?" Þó að við viljum koma umræðunni á annan stað og erum í grunninn á móti þessari truflun á kennslunni þá hefur aldrei neitt komið frá okkur um að við ætluðum ekki að ráðast inn á nemendur með þessum hætti. Hvað símhringingarnar varða ert þú, Hr. Svansson, að ljúga! ¨Skammastu þín, "þú ert bara dóni" Annað gullkorn frá kónginum og besta vini hans. Síðan fer svansson út í það að útleggja hversu mikla vanþekkingu Hlistinn hefur á stúdentapólitíkinni. Þetta finnst mér ekki vera maklegt og vona ég að hann hugsi sig tvisvar um áður en hann fer að messa við vestur Kópavog. En svona í alvöru, getum við ekki spjallað um þetta eins og menn án þess að vera með óstaðfestar sögusagnir og upprópanir. Gerðu það :)

Háttvirtur Bragi reit 24.02.03 20:25
Háttvirtir rituðu:
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003