feb. 02, 2003

Útúrsnúningur og vitleysa.

Magnað þegar menn gagnrýna af fáfræði og vitleysu. Nýlega var birt grein á Deiglunni sem innihélt einhverskonar gagnrýni á kosningakerfið sem við Hlistafólk bjuggum til fyrir háskólann. Grundvallarmisskilningur var þarna á ferð og vil ég hér með leiðrétta hann eins fljótt og auðið er. Hugmyndin að þessu kerfi er ekki að búa til eitthvað winner takes it all kerfi heldur til að auka lýðræði og fjölbreytileika Stúdentaráðs. Þegar Pawel segir að númerum í sæti skapi það að undir lokin í fylkingakosningum sem myndu annars fara 1500-1400 myndi annað framboðið fá alla mennina inn en hitt sem tapar engan. Þetta er grundvallarmisskilningur á kerfinu. Númeraröðin er gildishlaðin. Það þýðir að ef maður er settur í fyrsta sæti er í raun verið að verðlauna honum með fimmtán stigum, og svo koll af kolli þar til kemur niður í fimmtánda sætið með eitt stig. Einfalt ekki satt? Ég þoli ekki þegar fólk snýr út úr og lóðsar sér í hag.

Háttvirtur Bragi reit 27.02.03 16:55
Háttvirtir rituðu:
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003