jan. 01, 2003

Kraftur eftir fríið.

Búinn að taka mér smá frí til íhugunar og veikinda. Ekkert er betra til afslöppunar og endurnæringar og jólin. Eða svo hélt ég. Eftir hvorki fleiri né færri en átta fjölskylduboð um jólin og áramótin ákvað ég að reyna að hjúpa mig inni í íbúðinni minni með vídjó og nammi og konuna mína sem var nýkomin heim frá útlöndum. En því miður fyrir mig virtist hún vera á öðru máli og um leið og við vorum búin að vera góð við hvort annað þá var hún komin í málningarhugleiðingar. Hvað geri ég ekki fyrir þessa elsku og skokkuðum við svo í Byko og keyptum hvítt hvíta málningu. Litblindi ég vissi ekki að það eru víst til í kringum fimmtíu tegundir af hvítlitum í Byko. Við máluðum íbúðina á miðvikudaginn, allt nema svefnherbergið en þetta hefur eflaust verið of mikil áreynsla fyrir mig, dauðþreyttan manninn eftir ofát og jólastress. Ég lagðist í rúmið með hita um kvöldið og vaknaði veikur daginn eftir. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn ánægður með það að veikjast. Algjör endurnæring og hvíld í fjóra daga. Byrjaði í skólanum í dag og hlakka til að takast á við verkefni haustsins eilífa á landi klaka og klepra. Hef verið í miklum íhugunum varðandi pólitík og er að sjá að löngun mín er í þá áttina að vinna að stjórnarskiptum á landinu. Er í raun orðinn töluvert afhuga öllum stúdentapólitíkurpælingum. Allavegana hvað varðar sérframboð. Langar til að beina krafti í meiri hagsmuni mína en minni, þar sem ég mun ekki taka lán það sem eftir er námsferils míns í HÍ. Sjálfselska? Nei hvernig er það aftur, "practice what you preach". Með því að predikera það að stúdentapólitík sé hagsmunabarátta þá verður maður líklega að hafa ríkra hagsmuna að gæta ef þeirra á að berjast fyrir, ekki satt? Einhver comment? Er ég að hænsnast út? Á ég að ganga til liðs við annaðhvort aflið og berjast á þeim vettvangi? Hvað skal gera? Marinerum hugann í smá stund og komum fram með lausn á vandanum, en á meðan þá vil ég biðja ykkur um að veita mér liðsinni og skýra afstöðu ykkar til þessarra mála.

Háttvirtur Bragi reit 13.01.03 11:14
Háttvirtir rituðu:

I realise I might be out of topic but check out this collection of best song lyrics http://www.lyricshosting.com

Athugasemd eftir song lyrics reit 15.09.05 17:12
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003