jan. 01, 2003

Háskólalistinn

Fyrsti fundur Háskólalistans hefur verið haldinn. Loksins loksins er komið fram á sjónarsviðið hópur fólks sem er ákveðið í að umbylta löngu úreltu kosningakerfi sem háskólinn hefur búið við. Núverandi kosningakerfi gerir ekkert af því sem að til þess ætti að vera ætlast. Það tryggir ekki jafna skiptingu sæta á milli deilda. Það er sama sem ómögulegt fyrir einstakling sem vill berjast fyrir hagsmunum sínum að bjóða sig sjálfan fram því að kerfið er byggt upp fyrir hópa eingöngu. Núverandi kerfi hyglir einnig íhaldsframboðunum tveim Röskvu og Vöku með því að kosið er til tveggja ára í senn. Til þess að losa um grágrýtislegan tón stúdentaráðs hafa þrír hópar sem upprunalega ætluðu að bjóða sig fram dreift séð sér fært um að sameinast. Við bjóðum fram stóra breiðfylkingu hugsjónafólks sem ekki lætur það trufla sig hvar háskólanemar setja x á landsvísu.
Fyrir marga er stúdentapólitíkin spaug sem hefur staðið í of langan tíma. Nú er komið nóg af stuttbuxnaerjum og sóleyjarbrölti. Hagsmunir stúdenta eru of mikilvægir til að leyfa þessum tveim klíkum að leika sér með þá eins og legókubba. Stúdentar hugsa um stúdentastjórnmál sem baráttu milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Það gengur ekki mikið lengur, þ.e. ef við ætlum að ná einhverjum árangri í baráttunni fyrir betri námslánum, fjölbreyttara námi og öllum þeim fjölmörgu atriðum sem stjórn stúdenta er kosin til að berjast fyrir. Við, stúdentar höfum þuft að sætta okkur við xxx. Ekki mikið lengur.

Háttvirtur Bragi reit 24.01.03 13:12
Háttvirtir rituðu:
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003