jan. 01, 2003

Þegar glampinn gýtur

Tölvur framkalla glampa í augum manna. Glampinn er oft glær en nær þó stundum því takmarki sínu að kristallast í gluggalaga form. Sérstaklega kemur þetta fram í teiknuðum myndum fimm ára barna og myndlistarkennara. Þetta eru þó alls ekki þau einkenni sem eru hvað eindregnust við tölvunotkun. Oft tala menn um að augun þeirra séu kassalaga. Ég held samt að þeir séu að tala um sjónvarpsgláp. Aldrei heyri ég konur tala um slíkt. Kannski vita þær upp á sig skömmina. Tölvur eru notaðar mikið af fólki sem enn hefur hendur sér til hagræðis. Þess vegna kann mann að undra að tölvur eru jafnvel meira notaðar af þeim sem ekki hafa þann lúxus að geta hamrað á lyklaborð með eitilhörðum fingurgómum. Oft hef ég séð fréttamyndir af fólki sem hamast í gríð og erg við að stjórna tölvunni sinni með hökunni og sumir jafnvel með tungunni. Blint fólk nýtir sér jafnvel tölvutæknina en ég hef samt ákveðnar efasemdir um að þeirra tölvunotkun sé myndræn, hún hlýtur að vera táknræn. Glampinn sem ég minntist á fyrr er oft framkallaður af tölvuskjánum. Hins vegar með tilkomu nýtísku fíltera þá átti þetta vandkvæði að vera horfið en samt viðheldur glampinn sér. Sumir vilja meina að glampinn sé ímyndun þess er horfir. Ég vil halda því fram að glampinn sé guð.

Háttvirtur Bragi reit 23.01.03 09:04
Háttvirtir rituðu:
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003