des. 12, 2002

Svar við Tjaldri

Ég var að enda við að lesa andsvar við Stúdentagreininni minni á Tjaldrinum. Þar segist hann vera gjörsamlega ósammála mér og tekur upp hanskann fyrir Röskvu. Ekkert minntist hann á Vöku og get ég ekki lesið annað út úr svari hans að hann hafi ekkert verið algerlega ósammála mér. Ekkert bendir til þess að Vökuliðar þori og geti hrist Sjálfstæðisflokksstimpilinn af sér. Hvað varðar hina þætti greinarinnar kom tjaldur inn á mörg mál sem ég verð að vera sammála að hafa vigt og skipta máli. Hins vegar er líkt og þarna hafi verið um ákall um skráningu að ræða. Ég er sammála því að Röskva hefur verið dugleg við að þrífa af sér flokksorðið en almannarómur lýgur sjaldnar en stjórnmálamenn og verð ég því að vera sammála honum. Virkni annara en Samfylkingarmanna hefur verið svo að segja ómælanleg í Röskvu undafarin ár. Eflaust er hægt að nefna einhver góð dæmi en þrátt fyrir þau ler líklegt að 95% af þeim er virkir eru í Röskvu í dag munu setja x við S í komandi kosningum. Þetta get ég játað, mætti skýrast með því að benda á að öllum er frjálst að mæta og taka þátt í starfinu. En málið er bara það að þegar stór hópur hefur rottað sig saman og siglir undir einu flaggi er erfitt fyrir aðra að komast að.

Háttvirtur Bragi reit 19.12.02 14:30
Háttvirtir rituðu:
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003