des. 12, 2002

Byrjum ballið

Í stúdentablaðinu var skrifuð grein um mögulegan klofning innan Röskvu. Þessum klofning var klínt á Vinstri Græna sem að sjálfsögðu verandi á móti öllu hlutu að vera á móti samstarfi á vettvangi stúdentapólitíkur. Enn komum við að gamalkunnum punkti sem ég reyndi að minnast á hér um daginn. Flokkslínur úti í samfélaginu verða að hverfa þegar hugsað er um hagsmuni stúdenta. Þessi liðsmaður Vöku virðist vera þeirrar skoðunar að flokkspólitík og stúdentapólitík eigi að haldast í hendur. Ég fordæmi slíkar hugmyndir, sem illa ígrunduðum og hreint út sagt gegn öllum hugsanlegum hagsmunum stúdenta. Ekki er ég staddur á neinni skýrri línu í stjórnmálum í dag og á í raun erfitt með að staðsetja mig í flokk. Mér finnst forsjárhyggjan of rík hjá VG og mér finnst of rík áhersla lögð á Evrópumálin hjá Samfylkingunni. Sjálfstæðisflokkurinn kemur ekki til greina vegna djúpstæðrar hugmyndafræðilegrar gjár sem ég þyrfti að komast yfir til að selja sál mína. Framsókn og Frjálslyndir eru síðan of snauðir af hugmyndum og hugsjón að mér myndi finnast ég staddur í holu fjalli. Er þetta vandi fyrir stúdent sem vill taka þátt í starfi til framgangs hagsmuna sinna? Það er óneitanlega erfitt fyrir þann sem ekki er tilbúinn að setja sig í flokk að taka þátt í stúdentapólitík eins og hún er háð í dag. Sama hvað Vökumenn segja; Þið eruð í samkrulli með Sjálfstæðisflokknum. Ekki halda áfram að ljúga að okkur. Röskva er engu skárri nema hvað línurnar eru óskýrari þar. Einhverjir VG menn eru þar eftir en ég á t.d. erfitt með að sjá fyrir mér Framsóknarmenn kjósa annan hvorn þessara lista. Á röskvuvefnum er að finna gagnrýni á greinina sem skrifuð var í Stúdentablaðið. Ég er sammála flestu því sem þar segir. Ritstjóri Stúdentablaðsins er greinilega ekki hlutlaus og sýnir lélega fréttamennsku með því að hafa ekki fengið þennan orðróm staðfestan. Ég lái honum ekki fyrir að vera ekki hlutlaus enda hlutverk hans sem Vökuráðinn ritstjóra að vera varðhundur flokksins. Röskvuliðar eru alveg jafnsekir um þetta á langri valdatíð sinni. Hins vegar hefði hann alveg getað talað við mig eða hina sem erum að hugsa alvarlega um framboð þriðja valkostsins. Ég get alveg sagt honum það núna að ef eitthvað verður gert á þá leið að bjóða fram sér verður það ekki sem eitthvað klofningsframboð frá Röskvu heldur eitthvað sem verður sjálfstætt og óbundið flokkshagsmunum. Það er mjög líklegt að þetta framboð verði að veruleika og ekki held ég að það muni vera minni ógnun við Vöku en við Röskvu. Á miðað við athyglina sem fyrri greinin mín fékk og þann fjölda tölvupósts sem barst ákvað ég að setja upp commentakerfi og býð ég síðuna mína fram sem útgangspunkt fyrir góða og heilbrigða umræðu um málefni sem skipta stúdenta máli.

Háttvirtur Bragi reit 19.12.02 01:17
Háttvirtir rituðu:
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003