des. 12, 2002

Áfram Ingibjörg!

Loksins varð draumurinn að veruleika. Sterkasti og skynsamasti stjórnmálamaður landsins á leiðinni aftur á Alþingi. Þessi umræða um að hún eigi ekki að sitja sem borgarstjóri á meðan er kjaftæði. Bull og vitleysa. Illa rökstutt kjaftæði sem ég ætla að láta vera að hrekja vegna þess að umræða sem sköpuð er af hræðslu er ávallt einskis nýt í besta falli og til sundrungar og skaða í versta falli. Framsóknarmenn ættu að skammast sín fyrir þessa endemis vitleysu. Mér finnst það skrítið að sá flokkur sem hefur mest um það að segja hvernig landinu er stjórnað skuli ekki sætta sig við það að borgarstjóri næli sér í hlutastarf í smá tíma. Ekkert sögðu þeir um Gunnar I Birgisson og Björn Bjarnason. Ég vona það og bið um þá jólagjöf að fá fyrsta kvenkyns forsætisráðherra á Íslandi.
Annars er ég að komast í jólaskap og sit núna heima hjá Zato nýbúinn að borða pasta og drekka smá jólaöl. Var að velta því fyrir mér hvort ekki væri hægt að skapa preststörf sem ekki væru tengd trú manna. Menn og konur sem sjá um athafnir sem varða skírn, manndómsvígslu, giftingar og jarðarfarir. Algerlega án tilvísunar til guðs eða jahve, krishnu og Búdda. Félagsráðgjafi hátíðleikans. Nafngift óskast á Stéttina. Ég býð ljósið velkomið og mun því borða góðan mat og opna pakka. Gleðisleg jól og veriði södd og ánægð um jólin.

Háttvirtur Bragi reit 23.12.02 20:48
Háttvirtir rituðu:
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003