október 23, 2002

Jæja búinn að vera í

Jæja búinn að vera í fríi frá öllu bloggi í smá tíma en nú er kominn tími til þess að nöldra og lemja á vanga. Að undanförnu er búin að vera í gangi umræða um valdagræðgi og valdaþreytu Davíðs Oddsonar. Ég hef ekki nema eitt að segja. Þetta eru ekki rök fyrir vondri stjórn. Þetta getur aldrei verið annað en túlkun á aðgerðum og stíl foringjans. Foringinn er hins vegar, og ég ætla ekkert að verja það, búinn að vera að láta í ljós ákveðin merki þess að ekki er hann í sínu besta stuði til að takast á við veturinn. Öll viðtöl sem við hann eru tekin eru í raun tekin að hans frumkvæði og er eins og hann leyfi eða leyfi ekki spurningarnar fyrirfram. Þetta átti samt ekki að fjalla um Davíð Oddson. Það sem raunverulega er að naga mig þessa dagana er heilbrigðiskerfið. Eftir stórgóðan fund hjá ungum vinstri grænum um velferðarkerfið síðasta miðvikudag, byrjuðu nokkrir punktar að ásækja minn annars lærdómsþjáða huga. Er traust okkar á kerfinu orðið að engu. Og afhverju er traust okkar byrjað að minnka. Við sækjumst í sjúkdómatryggingar hjá einkafyrirtækjum vegna þess að við treystum ekki heilbrigðiskerfinu til þess að takast á við þann vanda sem erfiðir sjúkdómar valda. Líftryggingar eru líka annar hlutur sem ég er ekki tilbúinn að fallast á að eigi að vera nauðsynlegur baggi. Ekki eru allir jafntryggingavænlegir heldur því að tryggingafyrirtækin þurfa að græða og ef það eru líkur á því að þú fáir hættulegan sjúkdóm færðu ekki tyrgginguna sem þú baðst um. Ég ætla að vera stuttorður núna og minnast einungis á þetta sem hlut til umhugsunar. Ég ætla að setjast niður í vikunni og kryfja málið þannig að ég lofa langri grein um þetta málefni í lok vikunnar.
Annars er það að segja að það er gott að vera kominn aftur.
Góðar stundir

Bragi reit 01:29 FH | Comments (0)