sep. 09, 2002

Kosningavetur genginn í garð og

Kosningavetur genginn í garð og allir litlu stjórnmálaleiðtogarnir sloppnir úr fjósinu. Það var gaman að sjá líf í Davíð í Kastljósi þó að einhver hefði kannski þurft að redda honum smá Heimlich taki. Um tíma virtist sem svo að hann hefði gleypt bindið sitt og andlitið varð rauðara og rauðara með hverri sekúndunni. Ég hef aldrei getað áttað mig almennilega á því að Íslendingar geti þolað það að vera stjórnað af manni eins og Davíð. Þjóð sem er nýgengin úr greipum konungsveldisins Danmerkur. Kannski söknum við í undirmeðvitundinni þess að bugta okkur og beygja fyrir yfirvaldinu og vald þess fengið í umboðssölu Guðs Pósthússtræti 3 101 Rvík. við hliðina á gráa steinhúsinu með skyrslettunum utan á.
Annað mál sem var vakið af óþörfum svefni um helgina var aðbúnaður geðsjúkra á Íslandi, eða réttara sagt skortur á aðbúnaði. Svo virðist sem að eftir að lögin um réttargeðdeildina á Sogni voru sett hafi Íslenskt þjóðfélag afskrifað geðsjúka sem vandamál. Sigursteinn minntist á að um fimmtíu manns sem ættu við geðræn vandamál að stríða væru mælandi göturnar án þess að eiga í nein hús að venda. Nú legg ég það ekki í vana minn að taka allt sem ég heyri og sé í imbanum trúanlegt en fyrir mér er þessi tala jafnvel of lág. Ég lifi og hrærist í miðbænum og hef gert það undanfarin níu ár. Ár eftir ár hefur bæst við þá ógæfumenn sem um bæinn rölta í reiðuleysi og fátækt. Þetta eru ekki neinar getgátur, þetta fæ ég úr minni eigin reynslu. Oft hef ég þurft að hlusta á harmakvein þessarra manna og kvenna og þykir mér illt til þess að hugsa að ekki séu til nein úrræði handa þessu fólki. Ég hef séð þetta fólk lifa og deyja fyrir framan nefið á mér. Líf þeirra var hryllingur, ég heyrði þau gráta og heyri enn. Mér líður illa bara við það að skrifa þessa grein. Samúð mín gagnvart þessu fólki er mikil en reiði mín gagnvart stjórnvöldum er enn meiri. Ég get ekkert um þau skrifað í sambandi við þetta mál. Reiði mín er of mikil. Eitt að segja. Davíð, lífið á ekki að vera fangelsi hugans sem dauðinn kemur og opnar.

Háttvirtur Bragi reit 30.09.02 10:35
Háttvirtir rituðu:

stephen cooper
penny stocks
stock market investing news search
http://www.investmystock.com
http://www.investmystock.com

Athugasemd eftir stock market investing reit 19.03.05 12:49
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003