september 30, 2002

Kosningavetur genginn í garð og

Kosningavetur genginn í garð og allir litlu stjórnmálaleiðtogarnir sloppnir úr fjósinu. Það var gaman að sjá líf í Davíð í Kastljósi þó að einhver hefði kannski þurft að redda honum smá Heimlich taki. Um tíma virtist sem svo að hann hefði gleypt bindið sitt og andlitið varð rauðara og rauðara með hverri sekúndunni. Ég hef aldrei getað áttað mig almennilega á því að Íslendingar geti þolað það að vera stjórnað af manni eins og Davíð. Þjóð sem er nýgengin úr greipum konungsveldisins Danmerkur. Kannski söknum við í undirmeðvitundinni þess að bugta okkur og beygja fyrir yfirvaldinu og vald þess fengið í umboðssölu Guðs Pósthússtræti 3 101 Rvík. við hliðina á gráa steinhúsinu með skyrslettunum utan á.
Annað mál sem var vakið af óþörfum svefni um helgina var aðbúnaður geðsjúkra á Íslandi, eða réttara sagt skortur á aðbúnaði. Svo virðist sem að eftir að lögin um réttargeðdeildina á Sogni voru sett hafi Íslenskt þjóðfélag afskrifað geðsjúka sem vandamál. Sigursteinn minntist á að um fimmtíu manns sem ættu við geðræn vandamál að stríða væru mælandi göturnar án þess að eiga í nein hús að venda. Nú legg ég það ekki í vana minn að taka allt sem ég heyri og sé í imbanum trúanlegt en fyrir mér er þessi tala jafnvel of lág. Ég lifi og hrærist í miðbænum og hef gert það undanfarin níu ár. Ár eftir ár hefur bæst við þá ógæfumenn sem um bæinn rölta í reiðuleysi og fátækt. Þetta eru ekki neinar getgátur, þetta fæ ég úr minni eigin reynslu. Oft hef ég þurft að hlusta á harmakvein þessarra manna og kvenna og þykir mér illt til þess að hugsa að ekki séu til nein úrræði handa þessu fólki. Ég hef séð þetta fólk lifa og deyja fyrir framan nefið á mér. Líf þeirra var hryllingur, ég heyrði þau gráta og heyri enn. Mér líður illa bara við það að skrifa þessa grein. Samúð mín gagnvart þessu fólki er mikil en reiði mín gagnvart stjórnvöldum er enn meiri. Ég get ekkert um þau skrifað í sambandi við þetta mál. Reiði mín er of mikil. Eitt að segja. Davíð, lífið á ekki að vera fangelsi hugans sem dauðinn kemur og opnar.

Bragi reit 10:35 FH | Comments (1)

september 24, 2002

Misheppnuð pikkupplína bókmenntafræðings.

"Ef að litlir drengir hefðu jafnmikinn áhuga á bókmenntum og morðum þá væri ásókn í
bókmenntafræðina jafnmikil og í viðskiptafræði. En Playstation er því miður þeirra
guð en ekki Dostojefskíj og þarafleiðandi ómögulegt að spá fyrir um verðhjöðnun á
bókum í nánustu framtíð." Stúlkan rétti honum pokann með skelfingarsvip og sagði það
verða átta þúsund og þrjúhundruð. Hann rétti henni kortið tregur og hún renndi því í
gegn. "Assakið þetterekki alvörukort þetterbara bókasabbnskort." "Ó fyrirgefðu sagði
hann ég ruglaðist, hérna." "Helduru að ég sé eitthvað fíbbl" sagði hún og renndi kortinu
um raufina. Hann svaraði ekki, krotaði undir eitthvað sem virtist vera mynd af
hjartalínuriti deyjandi manns og dreif sig út.

Af hverju hugsa

Bragi reit 01:25 FH | Comments (1)

september 16, 2002

Þá hefur fyrsta ritgerð haustsins

Þá hefur fyrsta ritgerð haustsins verið prentuð út. Þetta var svona Sókrates 2 útprentun. Fann fyrir voða miklu déjá vúi þegar ég náði í hana í prentarann. Einn af áföngunum sem ég varð að gefa upp á bátinn í fyrrahaust vegna veikinda. Hvað hefur gerst meira... jú fyrsta einkavæðingarhneyksli haustsins kastaði sér í fangið á einræðisherra ísals. Og flautuþyrillinn meira að segja besti vinur Geira H. Glottið á einhverjum hlýtur að hafa minnkað um nokkra dálksentimetra eftir að hafa smælað allt sumarið yfir óförum Bjössa Bollu. Þrátt fyrir allt er lítið að gerast í ólátagarði. Allir eru uppteknir við að halda blaðamannafundi um möguleg og ómöguleg, kannski framboð sín. Sóla hefur ákveðið að kannski bara fara eftir loforðum sínum í vor en þó ekki alveg gera ekki tveir mínusar plús? Þá hljóta tveir plúsar að gefa mínus. Næst:Skiljanlegt málfar og ekkert líkindamál. Súru ritgerðasmíð sjóða haus.

Bragi reit 03:20 EH | Comments (0)

september 11, 2002

Búinn að vera í fríi

Búinn að vera í fríi nógu lengi frá blogginu og varð að krota eitthvað á þjóðhátíðardag al Qaeda. Svona þá er það komið enda ég allt of upptekinn við lestur á Locke til að koma með eitthvað gáfulegt...

Bragi reit 10:36 EH | Comments (1)