ágúst 29, 2002

Hálendið mitt.

Mér finnst ég ekki þurfa að rökstyðja málstað minn. Mér finnst það bara sjálfsagt að ég megi reyna með öllum ráðum að ættjörð minni sé ekki sökkt. Þið sem haldið öðru fram eruð fífl.

Bragi reit 12:20 EH | Comments (1)

ágúst 26, 2002

Ég er orðlaus

Ég er orðlaus

Bragi reit 02:47 EH | Comments (0)

ágúst 24, 2002

Bara að pæla

Núna eru allir vinir mínir annaðhvort fullir að reyna að fá sér að ríða, eða þá að þeir séu að ríða. Mikið er lífið einfalt stundum. Er ennþá veikur og finnst þetta bara ágætt. Maður fær að borða fullt af nammi, glápa á vídjó og snýta sér. Er smám saman að átta mig á því að ég get eiginlega ekki verið í skóla og unnið ekkert með og það fer soldið í taugarnar á mér. En ég held að ég hafi fundið lausnina. Ég ætla bara að byrja að bera út fréttablaðið. Búinn að bæta nokkrum kílóum í kút og þarf að ganga það af mér. Er að skrifa fínan pistil um nektarstaði... eða ég vona að hann verði fínn. Skrýtið að í dag sé það orðið að þráhyggju að vera tala um atburði síðustu viku. Ég held að ég sé kannski einum of gamaldags.

Bragi reit 03:41 FH | Comments (0)

ágúst 23, 2002

Óður til millistjórnanda

Mér finnst sænsk-líbanskir kvikmyndagerðamenn æðislegir. Var að enda við að horfa á snilldarmyndina Jalla Jalla áðan. Jedúddamíja hvað þetta er æðisleg mynd. Þægileg úthverfasaga frá Svíþjóð með nánast al-líbönsku casti. Er að fara á taugum við að velja mér aukafag. Enska, Latína, Gríska, Íslenska og Borgarfræði koma enn sterklega til greina. Síðan er það náttúrulega alltaf inni í myndinni að taka einungis Heimspeki því mér finnst ég bara hafa rétt dýft tánum í laugina á síðasta ári. Kannski er það besta leiðin því dýpri skilningur á því sem ég er að læra finnst mér vanta. Var að lesa grein hjá muzak um misnotkun yfirmanna á starfskröftum hans. Það er ekki það að ég sé ekki hjartanlega sammála honum um það að yfirmenn á Íslandi geta verið verri en flís innundir nögl, þá bara get ég ekki tekið undir kvartanir á slíku fólki. Ég veit reyndar að í tilfelli muzak er lítið hægt að gera og því vil ég ekki setja mig á móti kveinstöfum hans. Hinsvegar er það svo að þegar um leiðindi og yfirgang er að ræða er viðkomandi yfirmaður oftast millistjórnandi. Það er mjög sjaldan sem að þeir sem dreifa hatri og leiðindum um sali eru framkvæmdastjórar eða forstjórar. Af hverju er þetta svo? Jú, mjög einfalt, forstjórar og framkvæmdastjórar eru tryggir í stöðum sínum á meðan tölurnar sem hluthafarnir sjá eru ekki uggvænlegar, og þarafleiðandi líður þessum ´önnum ágætlega í sínum stöðum, búnir að hafa fyrir því að bíta sér leið upp á við og eru núna að njóta góðs af því. Millistjórnendurnir eru, andstætt framkvæmdastjórunum og forstjórunum, í sífelldri hættu á því að missa starfið sitt í hendurnar á einhverjum yngri og blóðþyrstari, sem væri jafnvel tilbúinn til að fá minna greitt fyrir djobbið bara uppá titilinn: "deildarstjóri fyrirtækjasviðs nyrðra". Þannig eru þeir sífellt undir pressu sem gerir millistjórnendur hrædda og reiða. Þessi pressa er ekki sú eina sem millistjórnendur finna fyrir. Þeir hugsa um það á hverjum degi hvort að leggja mætti starfið þeirra niður þar sem það eina sem þeir gera er orðið svo kerfisbundið að þeir klára dagsverkið á tveim þrem stundum. Eftir það verða millistjórnendurnir eirðarlausir og paranojan kemur í ljós þegar þeir fara fyrsta eftirlitsrúntinn. Heilsa öllum með bros á vör en þegar þeir taka í hendina á manni finnur maður þvalar hendur millistjórnanda sem ekki líður vel. Það sem ég legg til að við gerum öll við millistjórnendurna okkar: Þegar við komum í vinnuna, föðmum þá og hrósum einhverju í fari þeirra, á hverjum miðvikudegi bjóðum við þeim upp á eittsett(eina örugga súkkulaðið) og skipuleggjum deildarferðir í sund. (Millistjórnendum finnst gaman í sundi því munið, venjulegir starfsmenn eru venjulegir vegna þess að þeir líta óvenjulega út(en meira um það síðar). Munið að vera góð við millistjórnendurna ykkar, þeir hafa ekki hugsjón, þeir hafa umsjón.

Bragi reit 03:56 FH | Comments (7)

ágúst 21, 2002

Koooommmmúniiiiistar á Frelsi.is

Allt í lagi stuttbuxnapeyjar á frelsi.is að láta sér detta það í hug að reyna að skora punkta með því að gagnrýna Ingibjörgu Sólrúnu fyrir að hafa komið menningarnótt á laggirnar er ótrúleg misreiknun. Þetta er Atburðurinn í Reykjavík. Jólin og 17.júní eru orðin að smáhátíðum á miðað við þetta. Hvers vegna haldið þið að 80 þús. manns hafi farið á hátíðina? Til að hlæja að heimskunni í R-listanum að vera að sóa skattpeningunum í einhverja ömurlega flugeldasýningu? Er hæfni ykkar í atkvæðaveiðum að engu orðin? Eruð þið svo sárir út í R-listann að þið svíkið eigin sannfæringu með því að rakka niður það sem þið vitið að þið sækist í vegna þess að ykkur finnst það svo skemmtilegt. Þið vitið alveg að ykkar bossar eru miklu verri þegar kemur að þarflausri skattpeningaeyðslu. Hvað kostaði aftur að fá Kommúnistadjöfulinn í heimsókn? Andskotans kommúnistar, djöfull eru þeir orðnir dýrir. Kosta bara miklu meira en flottasta flugeldasýningin á árinu. Nú eruð þið orðnir bestu vinir kommúnistanna?

Bragi reit 04:51 FH | Comments (1)

Ég hata að vera veikur.

Ég hata að vera veikur. Ekkert fer meira í taugarnar á mér en að hafa ekki orku í einföldustu hluti. Lesa fyrir próf, vaska upp og taka til, bara nokkrir af þeim hlutum sem ég ætlaði að gera í dag en hafði ekki orku í að framkvæma. Nú fer að styttast í starfslok hjá mér í veitingabransanum. Ég vil þakka öllum þeim er ég hefi hellt uppá fyrir viðskiptin og vona að þeir átti sig á hvílíka blessun þeir hafa hlotið, án þess að hrósa sjálfum mér um of. Verði ykkur að góðu. Nú sný ég mér að öðrum hlutum. Það er, hlutum sem ég hef valið mér sem dægradvöl á þeirri stuttu dvöl okkar á jörðu. Var að enda við að horfa á þátt um risasvarthol. Ekkert á jörðinni hljómar nógu stórt þessa daganna. Þau eiga víst að hafa í fullt af sprengingum skapað stjörnuþokurnar. Mér leiðist.

Bragi reit 04:01 FH | Comments (0)

ágúst 16, 2002

Ég hefi minnst á fjáraustur

Ég hefi minnst á fjáraustur í Verslunarskólann nokkrum sinnum enda ástæða til. Núna þegar kemur að nýju skólaári finnst mér kominn tími til að ýfa upp í þessu gamla sári og spyrja ýmissa spurninga sem brennur á minni medula oblangata (eða þaðan sem reiðin og árásargirnin koma). Fyrst vil ég byrja á því að leiðrétta þann útbreidda miskilning um Verslunarskólann að hann sé einkaskóli. Það er hann ekki. Hann er að nánast öllu leyti fjámagnaður með opinberum styrkjum. Upphæðin sem nemendurnir greiða fer í raun eingöngu í að smyrja ofan á laun þeirra sem vinna þarna til að tryggja það að í Verslunarskólanum séu tekjuhæstu kennarar á Íslandi í Framhaldsskólabransanum. Í sjálfu sér sé ég ekkert áthugavert við það að sumir séu hærra launaðir en aðrir svo lengi sem þeirra framlag til þjóðfélagsins sé meira (ég ætla ekki að skapa einhverja mælistiku á það). Hins vegar á ég erfitt með að átta mig á fyrirkomulaginu og ég gúttera ekki réttlætinguna á því. Sem sagt Verslunarskólinn innheldur ca.1000 nemendur (talan er breytileg eftir árum). Gott dæmi til viðmiðunar er MH sem í dagskóla inniheldur í kringum 900 nemendur og ca. 600 í kvöldskóla. Kostnaður við kvöldskólann er reyndar greiddur að miklu leyti með skólagjöldum eða að einum þriðja. Til að einfalda málin þá skulum við aðeins miða við að nemendaígildi í kvöldskóla séu 200 og þá séu 1100 nemendur í MH sem sæki fullt nám það sem ekki er um fullt nám að ræða hjá fólki í kvöldskóla. Á fjárlögum þessa árs eru framlög til MH 401,6 milljónir króna. Versló er að hirða inn góðar 462 milljónir. Allt í lagi, það eru fleiri í dagskóla hjá Verstlingunum en kommon 60 auka milljónir og það fyrir hvað? Að Stjórn Verslunarskólans geti smurt oná launin sín með námsgjöldunum sínum. Skattborgarinn er að smyrja ofan á eldisstöð fyrir Flokkinn. Gerir það þig ekkert reiðan? Ég er að athuga hvort ég geti ekki kært stjórn verslunarskólans fyrir að bera ábyrgð á hálsbólgu sem ég fékk back in ´96 hlaupandi úti við í 10 stiga gaddi því ólíkt marmarabörnunum máttum við í MH ekki vera inni í upphitaða leikfimisalnum okkar því leikfimisalurinn okkar var bara innihaldslaust loforð síðustu 5 menntamálaráðherra. Bæ ðe vei áætlaður kostnaður við byggingu íþróttahúss við MH er 60 milljónir. Sáuð þið tölurnar fyrir ofan? Hver er mismunurinn??????

Bragi reit 03:10 EH | Comments (0)

Samræður við jakkafataklæddann námsmann, sannkallaðan son föður síns.

Jæja er maður bara byrjaður að lesa. Jújú hvað ert þú sosum búinn að vera að gera í sumar já já en áhugavert. Bara að vinna? nú er það ég sem hélt að Vaka væri búin að kippa námslánunum í lag þannig að háskólanemar gætu slappað af og tekið sér viku sumarfrí, ja nú er ég aldeilis hlessa hvað segirðu fórstu til Hollands. Já það hefur verið gaman, þannig að það væsir ekki um þig peningalega. Hvað segir þú? Hefurðu ekki efni á mat? Já en þú varst í Hollandi, ó var þér boðið, ég skil. Ja, það er eins gott að við höfum Vöku við stjórnvölinn áfram, eins og þeir hafa látið hingað til þá á maður jafnvel von á að fá kók í dós gefins á stúdentadaginn. Eflaust pulsu með. Eitthvað hefur nú breyst frá grjónavellingnum í fyrra.

Ég hata strumpa.

Bragi reit 02:31 EH | Comments (1)

ágúst 09, 2002

Nördapróf dauðans

En þar sem við erum öll pínku nörd inn við beinið....þú ert að skoða þessa síðu ekki satt..

I Am A: Neutral Good GnomeRanger Bard


Alignment:
Neutral Good characters believe in the power of good above all else. They will work to make the world a better place, and will do whatever is necessary to bring that about, whether it goes for or against whatever is considered 'normal'.


Race:
Gnomes are also short, like dwarves, but much skinnier. They have no beards, and are very inclined towards technology, although they have been known to dabble in magic, too. They tend to be fun-loving and fond of jokes and humor. Some gnomes live underground, and some live in cities and villages. They are very tolerant of other races, and are generally well-liked, though occasionally considered frivolous.


Primary Class:
Rangers are the defenders of nature and the elements. They are in tune with the Earth, and work to keep it safe and healthy.


Secondary Class:
Bards are the entertainers. They sing, dance, and play instruments to make other people happy, and, frequently, make money. They also tend to dabble in magic a bit.


Deity:
Baervan Wildwanderer is the Neutral Good gnomish god of forests, travel, and nature. He is also known as the Masked Leaf. His avatar is always accompanied by an intelligent, giant raccoon, named Chiktikka Fastpaws. His followers, like him, enjoy the outdoors and work to protect it and guard those who also enjoy it. Their preferred weapon is the halfspear.


Find out What D&D Character Are You?, courtesy ofNeppyMan (e-mail)

Bragi reit 04:27 EH | Comments (8)

Jæja

Þá er þetta að verða búið. Er að koma heim á morgun. Þetta sumarfrí var merkilegt á akveðinn hátt. Ég áttaði mig á því hvað mannskepnan gæti framkallað og gert með vinnu og atorkusemi sinni. Landihol er nánast allt saman verk mannana. Við erum að tala um þriðja þéttbýlasta svæðið í heiminum og nánast allt er undir sjávarmáli. Meira að segja síkin í Landihol eru hærri en landið. Allavegana, þá er von á mér um þrjúleytið á morgun og í plönunum er massívt fyllerí með Níels og vonandi Zato(á bara eftir að ná í hann), smá Lagavulin og svo glugg glugg kvennalaust því knusidollan mín kemur ekki heim fyrr en á sunnudaginn. Hamingja!!!!!!!!!!!!

Bragi reit 03:59 EH | Comments (0)

ágúst 08, 2002

Rússíbanar will be the end of me.

Með nöfnum eins og Condor, Superman, Goliath (stærstur í Evrópu) og Via Volta náðu þeir að hræða mig áður en ég kom á staðinn. (tihi) Þegar ég sá þá skeit ég í mig. Ég er svo óreyndur að ég verð bara að játa það að ég hef aldrei farið í rússíbanagarð á ævinni, hvað þá séð þessi ferlíki. En þarna var ég dreginn í dag prumpþunnur með tengdó og knusidollu og dreginn í hvern banann á fætur öðrum. Og ég hef bara eitt að segja: AFTUR

Bragi reit 08:27 EH | Comments (0)

AAAAARRRRRRgggggghhhhh æl

Ég er skelþunnur að fara í stærsta rússíbanagarð í Evrópu, man.

Bragi reit 08:16 FH | Comments (0)

ágúst 06, 2002

Amsterdam er syndug. (gaman)

Ég er ennþá í Landihol að leika mér og í dag fórum við sæta stelpa, bróðir hennar og vinur hans til Amsterdam. Þessi borg er merkileg fyrir margra hluta sakir. Þar má fyrst nefna frumlega betlara. Einn leit út eins og uppgjafa skógarhöggsmaður frá norður Kanada með slitið hár og mislitum skóm. Hann otaði að okkur lítilli jógúrtdollu og hristi hana örlítið. Okkur fannst þetta atriði ekki verðskulda peningagjafir því gengum við framhjá og hristum hausinn kurteisislega. Það dugaði ekki og byrjaði hann að elta okkur. togandi í skyrtur´nar á strákunum og hristandi jógúrtdósina. Við ákváðum að flýja frá þessum óða betlimanni inn í búð sem seldi strætómiða. Hann beið fyrir utan. Í fimm mínútur. Þá hættum við okkur út enda búin að kokka upp hið fullkomna plan til að losna við hann. Við mútum honum með peningagjöf og göngum hratt í burtu!! Ég held að það sé hitinn en þetta hljómar heimskulega. Allavegana þá virkaði það ekki heldur. Það eina sem virkaði var að fara inn á fjölmennasta torgið í Amsterdam og losna við hann þar. Þar vakti gullituð ruslafata athygli hans og truflaði eftirförina. Það lá við að ég yrði móðgaður. Annar betlimann var í raun ekki betlimann heldur sjálfstæður atvinnurekandi og hafði verið svo duglegur að hefta saman nokkur A4 blöð og kallaði það túristmepp. Það fyndna við sölutaktík hans var að sölustaðurinn hans var við risastórt kort af Amsterdam á biðstöð. Þegar við vorum búin að átta okkur á því korti kom hann svo og staðfesti við okkur að við værum á réttri leið. Þá byrjaði hann að selja okkur kortið sitt. Hann var reyndar svo skemmtilegur að við keyptum kortið og það á þreföldu verði!!! Seinasti var svo rússi sem spilaði á nanógítar GCD og söng um hvað hann ætti miklu frekar að fá sér vinnu en bara á morgun hihi.. Fórum á annað sexmuseum, allt morandi í þessu, þetta var samt frekar slappt. Til að krydda þetta aðeins upp ákváðum við að fara á lævsexsjóv. Í rauða hverfinu er allt morandi í þessu og eru svona veiðarar fyrir framan hús að reyna að fá mann inn. Síðan þegar maður ákveður að fara inn á eitthvað þá prúttar maður og fær gjaldið lækkað. Maður borgar og er síðan bent á að fara í hús hinum megin við síkið með einhvern snepil. Við ströttuðum fjögur að og var hleypt upp á aðra hæð. Þvílík upplifun að koma inn á svona stað. Svitinn liggur í loftinu, herbergið er eins og míní útgáfa af leikhúsi með fimm bekkjum og pínkulitlu sviði og svo er bar við innganginn á salnum. Sjóvið var nýbyrjað þegar við löbbum inn, á sviðinu er svört stelpa að sína listir sínar með dildo og hvernig best væri að troða honum inn frá sem undarlegustu sjónarhornum. Lokin á þessu atriði áttu að vera þegar hún skyrpti hvítu plastprikinu út úr píkunni og átti að grípa, nema hvað hún skyrpti heldur of fast þannig að hún datt illilega, kraflaði eftir dildo sínum og tjaldið fór fyrir. Annað atriðið var kona um þrítugt sem sýndi nektardans. Það sem kom upp í huga mér á fyrsta andartaki er ég sá þessa hæfileikaríku konu, rafhlöðukanínan frá Energizer. Hún flaug um sviðið í með vélrænum hreyfingum, hræðilegt já hræðilegt nema hvað hún lauk sér af með því að fá sér vindil og blása reyk út um píkuna sína. Ég held að fólk þurfi að vera illa skaddað til að láta sér detta svona hluti í hug. Þar næst kom leiðinlegasta atriðið kona dregur kúlur út um píkuna á sér, Fjórar. Þá var svo komið að því að sjá fólk ríða. Oj Fúlskeggjaður síðhærður feitur gutti um fertugt og álíka gömul útúrsjúskuð kona koma á sviðið Þau klæða sig úr fötunum, gera tvær vélrænar danshreyfingar, hann klappar henni á rassinn eins og verðlaunabykkju og ætla að trúborðast þegar þau átta sig á því að hann er ekki í standi, hún flöffar hann og svo tvær stöður af vélrænasta kynlífi sem ég hef séð á ævinni. Efast um að Arnold gæti matchað þetta. Síðan kom Bananaatriðið. Frægt atriði þar sem áhorfendur verða þátttakendur og borða banana sem settur er í klof stripparans. Það sem gerði þetta að sýningu sem ég mun aldrei gleyma er að Ég og Kristjana ýttum bróður hennar og vini hans upp á svið þar sem áhorfendurnir fengu að skoða nærbuxurnar þeirra og rauð andlit, mjög fyndið. Kominn að rúminu núna fara að sofa. Já eitt enn, fyrir ykkur sem eruð eitt spurningarmerki um Dam, suck & fuck kostar 50evrur. Ekki það að ég neitt sko

Bragi reit 02:17 FH | Comments (2)

ágúst 05, 2002

Ég get ekki sofið vegna

Ég get ekki sofið vegna flugnabita. Ég storkaði örlögunum þegar ég kom til Landihol með því að lýsa því yfir að ég væri aldrei bitinn. Ég giska á að flugurnar hafi alltaf litið á mig sem fínt Búrgundarvín sem ekki mætti snerta fyrr en það væri orðið nægilega þroskað. Einhverjar þúsundir flugna hjálpuðust að við togun á tappa fyrir viku og það er búið að vera stanslaus kjötkveðjuhátíð síðan. Ég er búinn að reyna allt, já meira að segja að reyna að ímynda mér þær í burtu. Ég er reyndar á því að það hafi virkað að einhverju leyti. En hingað til hefur ekkert virkað nægilega til að ég geti átt einn klórlausan dag. Það er á svona tímum sem ég skil hvað Ísland er mikið gósenland, dýrðarríki laust við mý að mestu leyti nema eitthvað frímerki fyrir norðan. Annars er þetta bara búið að vera með ágætum, mikil afslöppun og sálarleit. Er að hugsa um að feta í fótspor Níelsar og kíkja í pínku rússnesku. Jæja nú ætti hitt fólkið að vera vaknaðzzzzzzzzzz

Bragi reit 07:08 FH | Comments (0)

ágúst 01, 2002

Halló allir

Ég er í Landihol eða hamingjulandi eins og ég vil kalla það af margvíslegum ástæðum. T.d. er ég hamingja vegna Zato (may all your child be masculin) svo er ég líka hamingja vegna þess að ekki er hægt að keyra í Hollandi bara hjóla þó að svoleiði (samansett orð svoleiðis leiði) til marbletta á rassi, hamingja vegna sie sexmuseum, hamingja vegna fallegrar konu memmér hér, hamingja vegna kassa af bjór á þúskall, hér eru grasbúllur út um allt?, hamingja vegna 35 gráðu hita úffffffff, hamingja yfir að losna frá Íslandi á verslóhelgi, ég hata útihátíðir. Ég elska ykkur öll og hafið það nú gott á meðan ég hjóla um götur Landshol.

Bragi reit 08:47 FH | Comments (0)