&#x. 08, 2002

Ég hefi minnst á fjáraustur

Ég hefi minnst á fjáraustur í Verslunarskólann nokkrum sinnum enda ástæða til. Núna þegar kemur að nýju skólaári finnst mér kominn tími til að ýfa upp í þessu gamla sári og spyrja ýmissa spurninga sem brennur á minni medula oblangata (eða þaðan sem reiðin og árásargirnin koma). Fyrst vil ég byrja á því að leiðrétta þann útbreidda miskilning um Verslunarskólann að hann sé einkaskóli. Það er hann ekki. Hann er að nánast öllu leyti fjámagnaður með opinberum styrkjum. Upphæðin sem nemendurnir greiða fer í raun eingöngu í að smyrja ofan á laun þeirra sem vinna þarna til að tryggja það að í Verslunarskólanum séu tekjuhæstu kennarar á Íslandi í Framhaldsskólabransanum. Í sjálfu sér sé ég ekkert áthugavert við það að sumir séu hærra launaðir en aðrir svo lengi sem þeirra framlag til þjóðfélagsins sé meira (ég ætla ekki að skapa einhverja mælistiku á það). Hins vegar á ég erfitt með að átta mig á fyrirkomulaginu og ég gúttera ekki réttlætinguna á því. Sem sagt Verslunarskólinn innheldur ca.1000 nemendur (talan er breytileg eftir árum). Gott dæmi til viðmiðunar er MH sem í dagskóla inniheldur í kringum 900 nemendur og ca. 600 í kvöldskóla. Kostnaður við kvöldskólann er reyndar greiddur að miklu leyti með skólagjöldum eða að einum þriðja. Til að einfalda málin þá skulum við aðeins miða við að nemendaígildi í kvöldskóla séu 200 og þá séu 1100 nemendur í MH sem sæki fullt nám það sem ekki er um fullt nám að ræða hjá fólki í kvöldskóla. Á fjárlögum þessa árs eru framlög til MH 401,6 milljónir króna. Versló er að hirða inn góðar 462 milljónir. Allt í lagi, það eru fleiri í dagskóla hjá Verstlingunum en kommon 60 auka milljónir og það fyrir hvað? Að Stjórn Verslunarskólans geti smurt oná launin sín með námsgjöldunum sínum. Skattborgarinn er að smyrja ofan á eldisstöð fyrir Flokkinn. Gerir það þig ekkert reiðan? Ég er að athuga hvort ég geti ekki kært stjórn verslunarskólans fyrir að bera ábyrgð á hálsbólgu sem ég fékk back in ´96 hlaupandi úti við í 10 stiga gaddi því ólíkt marmarabörnunum máttum við í MH ekki vera inni í upphitaða leikfimisalnum okkar því leikfimisalurinn okkar var bara innihaldslaust loforð síðustu 5 menntamálaráðherra. Bæ ðe vei áætlaður kostnaður við byggingu íþróttahúss við MH er 60 milljónir. Sáuð þið tölurnar fyrir ofan? Hver er mismunurinn??????

Háttvirtur Bragi reit 16.08.02 15:10
Háttvirtir rituðu:
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003