&#x. 08, 2002

Ég hata að vera veikur.

Ég hata að vera veikur. Ekkert fer meira í taugarnar á mér en að hafa ekki orku í einföldustu hluti. Lesa fyrir próf, vaska upp og taka til, bara nokkrir af þeim hlutum sem ég ætlaði að gera í dag en hafði ekki orku í að framkvæma. Nú fer að styttast í starfslok hjá mér í veitingabransanum. Ég vil þakka öllum þeim er ég hefi hellt uppá fyrir viðskiptin og vona að þeir átti sig á hvílíka blessun þeir hafa hlotið, án þess að hrósa sjálfum mér um of. Verði ykkur að góðu. Nú sný ég mér að öðrum hlutum. Það er, hlutum sem ég hef valið mér sem dægradvöl á þeirri stuttu dvöl okkar á jörðu. Var að enda við að horfa á þátt um risasvarthol. Ekkert á jörðinni hljómar nógu stórt þessa daganna. Þau eiga víst að hafa í fullt af sprengingum skapað stjörnuþokurnar. Mér leiðist.

Háttvirtur Bragi reit 21.08.02 04:01
Háttvirtir rituðu:
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:









Muna eftir mér?







Frá 25. apríl 2003