j&#. 06, 2002

Við nálgumst endinn á lýðræðislegri

Við nálgumst endinn á lýðræðislegri þróun og gerum það hratt. Um leið og einhver byrjaði að segja okkur að við byggjum í lýðræðislegu landi sem stjórnað væri af fólkinu þá fóru Íslendingar í verslanir og keyptu sér vídjó og önnur heilaþvottartæki. Núna er þróunin afturkræfa byrjuð. Ég bara vonaði að hún myndi ekki láta sjá sig svona hratt. Með aðgerðum stjórnvalda í öllu Falun Gong málinu þá sýndi hún og sannaði að hún væri jafnoki kínversku stjórnarinnar í mannréttindamálum og í því að níðast á eigin þegnum. Ég ætla ekki að fara að rekja öll þau mál sem komu upp á síðustu dögum en ég ætla að benda á þann punkt í málinu sem hefur verið mér hugleikinn í nokkur ár. Þetta er ábyrgð íslenskra stjórnmálamanna á gjörðum sínum. Eftir öryrkjamálið þá ritaði ég grein þar sem ég spáði því að innan mánaðar myndi fólk meira eftir því að Ingibjörg Pálma féll í ómegin fyrir framan Össur en þeim grófu brotum sem ríkisstjórnin sem nú situr enn framdi gegn öryrkjum í þessu landi. Spádómur minn reyndist hárréttur og þetta mál er gleymt og grafið og jafnvel er sussað niður í manni þegar reynt er að koma höggi á stjórnina í rökræðum. Það er semsagt búið að fyrirgefa stjórninni misgjörðir sínar og gott ef framsókn mælist ekki hærra nú en nokkru sinni fyrr. Enginn tók ábyrgð á öryrkjamálinu og treystið mér enginn mun missa djobbið sitt útaf því að einhverjum ofsóknum á hendur Falun kong (voru þeir ekki líka vondu gaurarnir í Platoon). Hvað þá útaf einhverjum kommum sem var ekki leyft að mótmæla í friði, trúiði mér enginn veit það betur en ég. Eftir ár verða þingkosningar á Íslandi. Eftir ár tryggir Davíð Oddson sér forsætisráðherradjobbið í fjögur ár í viðbót og á miðju næsta kjörtímabili mun Lútherstrú verða bönnuð á Íslandi vegna hættulegra áhrifa hennar á sölu getnaðavarna í landinu.

Háttvirtur Bragi reit 19.06.02 17:23
Háttvirtir rituðu:
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003