júní 24, 2002

Fjandafnykur

Nú hlýtur að vera gaman að vera hugmyndahóra. Hvert stórmálið á eftir öðru sem búið er að fullmóta skoðun hvers og eins á. Rosa þægilegt að vera maður eins og Guðlaugur Þór og allir stuttbuxnapeyjavinir hans maður. Mig langar samt til að vita eitt. Þegar þessir guttar dressa sig upp í kamóflasarmanijakkfötin með felulitabindinu og sveipuðu sig gulum borða hringdu þeir á undan í Hannes eða Davíð og spurðu um leyfi? Finnst engum þetta gruggugt nema mér? Þessir menn.. strike that, stráklingar hafa aldrei sagt neitt né gert neitt án fulls umboðs frá æðstaráðinu og aðalritaranum. Allt í einu skipa þeir sér svo í fremstu víglínu með anarkistum(þó sú ósk hafi komið frá þeim að anarkistarnir ættu nú bara að hypja sig því þeir ætluðu að redda málunum) og kommadjöflum... úti á götu, æpandi slagorð gegn stjórninni. Ég er í sjokki. Allan þann tíma sem ég hef eytt í að reyna að fá vinstri menn út í mótmæli gegn hinum ýmsu vitleysum og átroðkunum yfirvalda hefur það gengið mjög brösuglega. Annað hvort eru menn of skakkir eða á Kúbu í sykurreyrtínslu og utan við þjónustusvæði. Allan þennan tíma hefur mér yfirsést þessi stóri hópur manna sem gæti nýst vel við skipulagningu og framkvæmd á mótmælum. Var ekki einhver að tala um fyrirtæki sem sérhæfði sig í mótmælum fyrir félagasamtök. Nei andskotinn hafi það að ég láti mig sjást með þessum andskotum. Megi þeir rotna í vínkjöllurum feðra sinna. Nú spyr ég aftur. Finnið þið fýlu af furðulegum fjanda (vantar betri þýðingu=smell a rat)? Svar óskast á gudinnbragi@hotmail.com

Bragi reit 04:52 FH | Comments (1)

júní 21, 2002

Ákall gegn kúgun!

Stundum hef ég gífurlega rangt fyrir mér. Ekki oft, en stundum. Eftir síðustu grein sem ég skrifaði hef ég verið að velta því töluvert fyrir mér hvort að komin sé í gang atburðarrás sem muni fella þessa fasistastjórn D.oddsonar. Ennþá er ákveðinn doði hjá fólki til staðar eftir atburði síðustu daga, en betri vakningu getum við sem viljum allt gera til að steypa D af stóli ekki fengið. Það eina sem við þurfum að gera er að dusta rykið af málfærunum og byrja að kyrja og veina, öskra og æpa gegn harðstjórninni. Annað get ég ekki kallað D.oddson og félaga og ég legg til að þeir sem lesa þetta geri það sama. Ritum bréf í blöð, blogg og tímarit. Flytjum pistla í útvarpi og sjónvarpi. Sannfærum félaga og frændur með leiftrandi röksnilld og orðagjálfr. Höldum útifundi og förum í göngur, marserum með fána og veifur og fallega borða. Félagar, tíminn er kominn til upprisu. Ó er á tali? Hringdu þá seinna!!!
Ísland ögrum skorið,
ek vil elska þig,
en aðeins án Davíðs,
gerðu það fyrir mig.

Bragi reit 02:04 FH | Comments (0)

júní 19, 2002

Við nálgumst endinn á lýðræðislegri

Við nálgumst endinn á lýðræðislegri þróun og gerum það hratt. Um leið og einhver byrjaði að segja okkur að við byggjum í lýðræðislegu landi sem stjórnað væri af fólkinu þá fóru Íslendingar í verslanir og keyptu sér vídjó og önnur heilaþvottartæki. Núna er þróunin afturkræfa byrjuð. Ég bara vonaði að hún myndi ekki láta sjá sig svona hratt. Með aðgerðum stjórnvalda í öllu Falun Gong málinu þá sýndi hún og sannaði að hún væri jafnoki kínversku stjórnarinnar í mannréttindamálum og í því að níðast á eigin þegnum. Ég ætla ekki að fara að rekja öll þau mál sem komu upp á síðustu dögum en ég ætla að benda á þann punkt í málinu sem hefur verið mér hugleikinn í nokkur ár. Þetta er ábyrgð íslenskra stjórnmálamanna á gjörðum sínum. Eftir öryrkjamálið þá ritaði ég grein þar sem ég spáði því að innan mánaðar myndi fólk meira eftir því að Ingibjörg Pálma féll í ómegin fyrir framan Össur en þeim grófu brotum sem ríkisstjórnin sem nú situr enn framdi gegn öryrkjum í þessu landi. Spádómur minn reyndist hárréttur og þetta mál er gleymt og grafið og jafnvel er sussað niður í manni þegar reynt er að koma höggi á stjórnina í rökræðum. Það er semsagt búið að fyrirgefa stjórninni misgjörðir sínar og gott ef framsókn mælist ekki hærra nú en nokkru sinni fyrr. Enginn tók ábyrgð á öryrkjamálinu og treystið mér enginn mun missa djobbið sitt útaf því að einhverjum ofsóknum á hendur Falun kong (voru þeir ekki líka vondu gaurarnir í Platoon). Hvað þá útaf einhverjum kommum sem var ekki leyft að mótmæla í friði, trúiði mér enginn veit það betur en ég. Eftir ár verða þingkosningar á Íslandi. Eftir ár tryggir Davíð Oddson sér forsætisráðherradjobbið í fjögur ár í viðbót og á miðju næsta kjörtímabili mun Lútherstrú verða bönnuð á Íslandi vegna hættulegra áhrifa hennar á sölu getnaðavarna í landinu.

Bragi reit 05:23 EH | Comments (0)