j&#. 06, 2002

Ákall gegn kúgun!

Stundum hef ég gífurlega rangt fyrir mér. Ekki oft, en stundum. Eftir síðustu grein sem ég skrifaði hef ég verið að velta því töluvert fyrir mér hvort að komin sé í gang atburðarrás sem muni fella þessa fasistastjórn D.oddsonar. Ennþá er ákveðinn doði hjá fólki til staðar eftir atburði síðustu daga, en betri vakningu getum við sem viljum allt gera til að steypa D af stóli ekki fengið. Það eina sem við þurfum að gera er að dusta rykið af málfærunum og byrja að kyrja og veina, öskra og æpa gegn harðstjórninni. Annað get ég ekki kallað D.oddson og félaga og ég legg til að þeir sem lesa þetta geri það sama. Ritum bréf í blöð, blogg og tímarit. Flytjum pistla í útvarpi og sjónvarpi. Sannfærum félaga og frændur með leiftrandi röksnilld og orðagjálfr. Höldum útifundi og förum í göngur, marserum með fána og veifur og fallega borða. Félagar, tíminn er kominn til upprisu. Ó er á tali? Hringdu þá seinna!!!
Ísland ögrum skorið,
ek vil elska þig,
en aðeins án Davíðs,
gerðu það fyrir mig.

Háttvirtur Bragi reit 21.06.02 02:04
Háttvirtir rituðu:
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003