ma&. 05, 2002

Fyrir ykkur sem ekki hafa

Fyrir ykkur sem ekki hafa gaman að pólitík má ég benda ykkur á að mér finnst heldur ekkert gaman að borga fjörutíu prósent skatta. Hvað þá að borga fjörutíu prósent skatta og þurfa að sætta sig við að menn sem eru í harðri andstöðu við það sem ég álít vera gott og skynsamlegt séu að eyða þessum peningum í misheppnaðar einkavæðingar og partí.

Ég hélt í vitleysu minni einhvern tíma að Verslunarskóli Íslands væri einkaskóli og því sem slíkur væri ekki á spena ríkissjóðs. Ég hélt að þessi auka pjéníngur sem synir og dætur eignamannanna dygði fyrir rekstri skólans fimmtíuþúsund eru svo margir pjéníngar fyrir fjórtán ára gemling. Auðvitað var ég leiðréttur og mér var sagt að ríkið borgaði auðvitað laun kennaranna. Ó, það er þá allt í lagi. Mér leiddist mikið í dag og ég fór að leita að heimasíðum sem voru að láta sér leiðast álíka mikið og mér og ég fann eina stórskemmtilega, fjárlögin eru á vefnum og ég ákvað að scrolla yfir menntamálin. Þar stoppaði ég á fjárhæðunum sem ausið er í Verslunarskólann og svitnaði. Í Versló er eytt 463,5 milljónum á ári á meðan í MH er árgjaldið 407,5. Afsakið að mér finnist þetta vera hneykslanlegt. Ekki nóg með það að “eigendur” Verslunarskólans ofrukki nemendurna heldur er ríkið tekið í rassgatið líka. Í MH eru að meðaltali skráðir 900-1000 nemendur í dagskóla og 500-600 í kvöldskóla, semsagt að meðaltali 1500 nemendur ári en í Versló í kringum 900 í det hele. Eða við getum reiknað pínku og þá sjáum við að ríkið eyðir 515000 kr. í hvern nemanda í Versló en aðeins 368000 kr í nemandann ef hann gengur í MH. Mér finnst þetta ekkert eðlilegt. Að ríkið sé að niðurgreiða rekstur einkafyrirtækis svona gríðarlega þegar það hefur sýnt með t.d. MH og MR að það er fullfært um að sinna þessum þörfum markaðarins fullkomlega.
Hvað átti annars íþróttahúsið í MH að kosta??? svar=60 milljónir.
URRRRRRGGG

Háttvirtur Bragi reit 07.05.02 17:28
Háttvirtir rituðu:
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003